Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna

Útlit og atferli

Á aðalfundi ERL fyrir árið 2012 og haldinn var í mars 2013 var meðal annars lögð fram niðurstaða nefndar sem skipuð var til að vinna að lýsingu á einkennum íslensku landnámshænunnar.

Nefndina skipuðu: Júlíus Már Baldursson þáverandi formaður ERL,  Jóhanna G. Harðardóttir fyrrverandi formaður og Dr. Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökum Íslands og einn af stofnfélögum ERL. Varamenn voru þeir Jónas Pétur Hreinsson og Bjarni Eiríkur  Jónsson.

 

Útlitseinkenni

Fremur lítill haus miðað við búkstærð og goggur stuttur, breiður og boginn fremst.
Misstórir fjaðratoppar á haus algengir.
Kambar af ýmsum gerðum, einfaldur; annað hvort beinn eða lafandi, rósakambur, blöðrukambur, kórónukambur og krónukambur.
Eyru hvít eða fölgul.
Separ langir á hönum en misstórir á hænum.
Augu gulgræn eða gulbrún/orange.
Háls fremur stuttur og sver.
Búkur þéttvaxinn, stutt bak sem mjókkar aftur og breið, hvelfd bringa.
Þyngd: hænur 1.4-1.6 kg og hanar 2.1-2.4 kg hjá fullvöxnum fuglum.
Fiðurhamur þéttur og sléttur.
Vængir breiðir og stuttir, mjókka aftur með búknum.
Stél hátt sett, mjög  hreyfanlegt. Hanar með nokkrar langar og bognar stélfjaðrir.
Litafjölbreytni mjög mikil, allir litir leyfðir.
Leggir langir og í mörgum litum.
Hænur venjulega með litla spora, en hanar með langa og uppsveigða spora.
Klær fjórar, afturkló eilítið innanfótar.
Leggir berir.

Atferliseinkenni

Mannelsk, forvitin og sjálfbjarga.
Heldur góðu jafnvægi.
Hænurnar hafa sterka móðurhvöt og vilja gjarna liggja á.
Hver einstaklingur hefur sinn persónuleika.
Frjósemi góð hjá báðum kynjum

 

Bætt við af stjórn ERL vegna margra fyrirspurna!

Eggjalitur hvítur eða ljós drappaður.
Meðalvarp er 0.42 egg á dag.
Meðalþyngd eggja hjá fullvaxinni hænu er 54 gr.

 

Eigenda- og ræktendafélag Landnámshænsna

Húsatóftum I, Skeiðum 801 Selfoss

Gerstu félagi og styddu við bakið á landnámshænunni

Árgjaldið er aðeins 2500 krónur.  

Reikn: 0325 - 13 - 100359.  Kt: 5408060470

Þeir sem greiða gjaldið teljast félagar Í ERL.   

Fyrir útlönd :
IBAN: IS24 0325 1300 100359 54080604 70
bankaccount: 0325 - 13 - 100359

Knúið áfram af 123.is