Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna

Hvernig gerist ég félagi í Eigenda- og ræktendafélagi landnámshænsna (ERL)?

Það er einfalt að gerast félagi í Eigenda- og ræktendafélagi landnámshænsna. Það sem þú þarft að gera er:

Greiða árgjald félagsins sem er 2.500 kr. Um leið og þú gerir það ertu orðin félagi þetta árið. Að ári loknu færðu greiðsluseðil í heimabanka og getur þannig verið áfram í félaginu.

Félagið er fyrir alla sem áhuga hafa á Landnámshænunni og vilja stuðla að verndun hennar. Ekki er þörf á að eiga hænur til þess að vera félagsmaður.

Eigenda- og ræktendafélag Landnámshænsna
Húsatóftum I, Skeiðum 801 Selfoss
Reikn: 0325-13-100359
Kt: 540806-0470
kr. 2.500

Félagsmenn fá meðal annars árlegt blað félagsins Landnámshænuna sent heim en það er innifalið í árgjaldinu. Vottun og skráning á ræktunarstofnum félagsmanna er einnig endurgjaldslaus hvar sem búið er á landinu. Beiðni um slíkt fer fram í gegnum hnappinn "Póstur/Mail" efst á síðunni. Einnig má hafa samband við stjórnarmeðlimi.

Knúið áfram af 123.is