Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna

Velkomin  Fréttir

30.01.2017

Aðsend grein: Vottaðar landnámshænur

Jóhanna Harðardóttir í Hlésey skrifar:

Vottaðar landnámshænur

Á aðalfundi Eigenda- ræktendafélags landnámshænsna, ERL  kom fram að félagið hefur talsverðar áhyggjur af  stofni landnámshænsna. Svo virðist sem einhverjir aðilar hér á landi selji fugla undir því yfirskini að um landnámshænur sé að ræða þótt þær ekki undir staðalinn Lýsing á íslensku landnámshænunni sem samþykktur var árið 2013.

Félagið ber ábyrgð á ræktun landnámshænunnar hérlendis sem erlendis, og vill grípa í taumana áður en í óefni er komið og benda kaupendum landnámshænsna á að kaupa aðeins landnámshænur af þeim sem hefa fengið vottun ERL.

Á síðastliðnu ári hefur borið talsvert á því að nokkrir kaupendur meintra landnámshænuunga fái  fuglana ekki skráða þar sem þeir standast þeir ekki ræktunarviðmið landnámshænsna.

Þetta er mjög erfið staða fyrir þá sem hafa keypt fugla í góðri trú og veldur stjórn félagsins talsverðum áhyggjum. Grunnur að ræktun landnámshænsna var lagður með þeim fuglum sem dr. Stefán Aðalsteinsson  safnaði saman árið 1973 og hefur æ síðan verið ræktaður markvisst af ábyrgum aðilum.

ERL var stofnað árið 2004 með það markmið að halda stofni landnámshænsna í rækt og hefur gengið vel, en á síðustu árum hefur tekið að bera á því að óábyrgir einstaklingar selji unga sem landnámshænur án þess að uppfylla þau skilyrði sem til þess þarf eða hafa til þess vottun félagsins.

Öll dreifing á fuglum undir heitinu landnámshænur sem ekki stenst Lýsingu á íslensku landnámshænunni eru skemmdarverk við ræktunarstarfið, stefna stofninum í hættu og grafa undan því trausti sem ræktendur í ERL hafa áunnið sér hér heima og erlendis.

ERL vill eindregið benda hugsanlegum kaupendum sem vilja styðja við ræktun landnámshænunnar á að leita til aðila sem fengið hafa vottun hjá ERL eða fá ráðleggingar hjá félaginu áður en þeir kaupa sér fugla.

Hér fylgir listi yfir þá sem hafa fengið vottun hjá ERL en einnig nokkrir á biðlista fyrir skoðun fuglanna í vor.

Innskot stjórnanda heimasíðunnar: Lista yfir þá ræktendur sem hlotið hafa vottun má finna hér á síðunni flipanum "Landnámshænan" hér efst á síðunni

Jóhanna Harðardóttir, Hlésey

19.01.2017

Vertu með og gerstu félagi í ERL!

Nýlega var bætt við hnappi á síðuna þar sem er að finna upplýsingar um hvernig gerast má félagsmaður í Eigenda- og ræktendafélagi landnámshænsna.

Undir flipanum "Félagið" hér að ofan er takkinn - "Gerast félagi". Þar eru upplýsingar hvernig ganga megi í félagið.

ERL er félag sem stofnað var árið 2004 til þess að halda stofni landnámshænsna í rækt og stuðla þannig að verndun stofnsins. Félagið er fyrir alla sem hafa áhuga á landnámshænunni og vilja hag hennar sem bestan. Það er engin skylda að eiga hænur til þess að gerast félagsmaður :)

Þeir sem greiða árgjald félagsins teljast félagsmenn.

Eigenda- og ræktendafélag Landnámshænsna
Húsatóftum I, Skeiðum 801 Selfoss
Reikn: 0325-13-100359
Kt: 540806-0470
kr. 2.500

Undanfarið hefur stjórn og öðrum félagsmönnum borist fjöldi fyrirspurna um hvernig ganga megi í félagið og leggja starfinu lið. Þetta er virkilega ánægjulegt og þakkar stjórn góð viðbrögð.

10.12.2016

Fundargerð aðalfundar 2016 er komin á vefinn!

Fundargerð aðalfundar ERL sem fram fór 27. nóvember 2016 er komin á heimasíðuna. Hana er að finna undir hnappnum "Félagið" og þar undir "Fundargerðir aðalfunda".

Frestur til gerðar athugasemda skulu berast innan 10 daga frá birtingu.

16.11.2016

Aðalfundur ERL 2016

Aðalfundarboð!

Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna boðar til aðalfundar

sunnudaginn 27. nóvember 2016 kl. 14:00 á Litla Hálsi í Grafningi

Efni fundar:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningsskil
  • Hefðbundin aðalfundarstörf
  • Lagabreytingar (sjá undir "lagabreytingar" að neðan)
  • Kosningar (formaður og varamaður í stjórn)

Lagabreytingar:

6. grein (að hluta) - Aðalfund skal halda árlega, síðasta laugardag í október

Tillaga að breytingu á 6. grein; Aðalfund skal halda árlega

 

Með góðri kveðju,

F.h. stjórnar. Hugi Ármannsson formaður.

 

Litli - Háls er við veg 350 sem liggur með Ingólfsfjalli rétt vestan við Sogsbrúna.

Litli háls er í sveitabær í Grímsnes og Grafningshrepp og stendur við Grafningsveg neðri nr. 350.

Ef ekið er eftir Suðurlandsvegi áleiðis á Selfoss er beygt inn á Biskupstungnabraut nr. 35 og eftir að keyrt er meðfram Ingólfsfjalli er beygt inn á veg nr. 350 sem er Grafningsvegur neðri.

Hér að neðan er hlekkur inn á kort www.ja.is þar sem hægt er að skoða þetta nánar til glöggvunar:

https://ja.is/kort/?x=401395&y=390272&z=5&type=map&page=1&q=Litla%20h%C3%A1lsi&d=hashid%3ADjnAY

Hér er einnig kort sem sýnir staðsetningu að nokkru leiti:

 

04.10.2016

David Grote's Icelandic Chickens

Ágætu félagsmenn og aðrir velunnarar landnámshænunnar.

Eins og áður hefur verið fréttað hér um þá er 1. Tölublað Landnámshænunnar 2016 komið út. Í blaðiðnu að þessu sinni er meðal annars að finna grein frá Ameríku eftir David Grote, í þýðingu Völu Withrow. David Grote er áhugamaður um íslenskt búfé eða búfé sem þarfnast verndunar líkt og landnámshænan gerir. Þar sem ekki var mögulegt að birta greinina bæði á íslensku og ensku í blaðinu heldur einungis á Íslensku, þá er hún birt hér á heimasíðunni á ensku með góðfúslegu leyfi Davids.

David og Völu eru færðar bestu þakkir fyrir framlag sitt til blaðsins.

In English:

Dear Members and other benefactors of the Icelandic Chicken:

As has been previously reported on the website, the first (and only) issue of the Icelandic Chicken Magazine (Landámshænan) 2016 was recently published.  One of the articles published in this year's magazine was submitted by David Grote (USA) and translated by Vala Withrow.  David Grote is a dedicated preservationist of Icelandic livestock and other rare livestock--including the Icelandic Chicken.  As it was not possible to print the article in both Icelandic and English in the magazine, the English version is being published here on the ERL website with David's kind permission.

Many thanks to David and to Vala for their contribution.

 

David Grote's Icelandic Chickens - A Painters' Flock in a Palette of Colours

Nearly 20 years ago we purchased our land located in the forest and lakes region of Bayfield County in Northern Wisconsin that had a very modest home and little else. We were looking for a little place in the country where our corgi, Ben, could romp and play and a halfway spot for the two of us to commute to work. My partner, Tom, was working at an area hospital in behavior health and just starting graduate school while commuting to Duluth, Minnesota 50 miles to the west. I'm an artist, but was commuting 40 miles to the east working as a 4-H Youth Development Agent for the University of Wisconsin in Extension. We were young, stronger, had more time than money, so we focused on the things we could do: cleaning up debris left by previous owners, clearing land, planting fruit trees, berry plants and putting in gardens.

In time, our little piece of land began to resemble a farm. We named it Whippoorwill Farm after a migratory nocturnal bird native to the area which has a loud rhythmic whip-poor-will song. Somewhat rare, we felt fortunate to have them nesting on and around our property. 

Due to living in an area that had been settled by Scandinavian immigrants and Tom, being of Norwegian and Danish decent and more connected to his Scandinavian roots than I was to my Northern Germanic roots, we made the decision to build our little farm inspired by the Scandinavian heritage around us. It was clear to me, though it took a little longer to convince Tom, that our little Scandinavian farmstead was missing livestock. Tom was a city boy from Duluth, but I had grown up on a farm with sheep, cattle and horses. I decided early on that we needed sheep on our farm, but I was going to have to ease Tom into the idea so we started with chickens - the "gateway livestock".

We bought a mixed flock of chicks from a hatchery and eventually started raising and breeding French Marans chickens, though not very Scandinavian. Tom was not yet convinced but starting to warm up to the idea of sheep so I began doing some research on Scandinavian breeds of sheep, which eventually led us to Icelandic sheep. They were still quite rare in the U.S. with just a small handful of breeders. They were expensive and difficult to obtain, but as luck would have it we found a shepherd north of town who had a small flock of them and we arranged a visit. The artist in me was immediately drawn to the colors and patterns, I thought they were the most beautiful sheep I'd ever seen and thus began my obsession of Icelandic sheep. I began saving money from the sale of a few paintings eventually scraping enough together to purchase three bred ewes the following spring from a breeder in South Dakota. We soon added Norwegian Fjord horses to our growing Nordic menagerie, fulfilling yet another vision of the farmstead.

With Tom now finished with Graduate School and on a new career path, we decided I should resign my position with the University of Wisconsin to focus on my artwork and manage our growing little farm. We built a small painting studio and it painted Falun Red. The paint was a gift from a good friend visiting from Sweden. It was the most perfect red for our Scandinavian inspired farm. Eventually, I designed and built a Swedish-inspired farm house and so it, as well as all of our out buildings, sheep shed, hen houses and even chicken tractors, would be Falun Red.

I had primarily been a traditional landscape painter, but soon found myself drawn to painting scenes of our farm and its residents. The sheep, with their captivating eyes and luxurious wool, were fantastic painting subjects, but my French Marans were really quite dull and not very inspiring. I started to miss our mixed, colorful hatchery flock, but I also wanted to work with a rare breed and contribute to a preservation effort. I decided to look into acquiring some Icelandic Chickens; at this time they were estimated to number just around 3000 birds world wide. I was aware of them through fellow Icelandic sheep breeder, Lyle Behl, who I'd met at a fiber show and knew through our Icelandic Sheep Breeders Association, a small group of friendly and enthusiastic shepherds. In 2003, Lyle, along with a handful of other Icelandic sheep breeders, had attended a VAI (vaginal artificial insemination) seminar in Iceland and had arranged to import some Icelandic chicken hatching eggs. Just eleven chicks had hatched from those eggs and his flock had now grown large enough that he was able to share them, which he did freely throughout the Icelandic sheep breeders community.

I acquired my first hatching eggs from Lyle in 2006. I think I traded some French Marans hatching eggs for them. I don't recall how many chicks actually hatched from those eggs, but enough to tell that these were the colorful farmstead chickens I had been longing for. They were feed efficient, good mothers and they seemed right at home free-ranging and scratching around and among the Icelandic sheep. I re-homed all of my French Marans and was on a mission to put together and breed the most colorful, artist's flock of Icelandic chickens I could, destined to become my new painting subjects. The next year I acquired more hatching eggs from Lyle, and have for nearly every year since. Soon the landrace had a small but dedicated following in North America with most of us keeping birds originating from Lyle's import from the Kolsstaðir farm in Iceland. We became aware of Sigrid Thordarson's flock of RALA birds in California from Steinar II and Syðstu Fossum farms, who shared hatching eggs with Lyle. Then a friend gifted us hatching eggs from Hlesey in 2012 that added new colors and genetics to my flock. In 2013 Vala Withrow imported hatching eggs from Husatoftir farm and generously shared her excess roosters with the Icelandic chicken community. I was able to obtain one of her import roosters, Fjalar, a fiery red rooster with a walnut shaped comb, who (I believe) has become one of the most influential birds of the North American flock. Over time I put together one of the largest genetic pools of Icelandic landrace chickens in North America, purely for personal use and preservation.

In the early years, not much was actually known in the U.S. about Icelandic chickens, their history, management, or the farms in Iceland where they are said to originate. Many also were not aware of the ERL or their efforts to preserve the landrace in Iceland. Thanks to our native Icelanders, Sigrid Thordarson and Vala Withrow and board members of the ERL who shared information, stories and translated for us, we were now able to put some of the missing pieces together to tell the story. Their information helped our preservation efforts, breeding goals and strategy and set the tone for friendly discussions and mentoring of anyone interested in working with the landrace. Also around this time, Lisa Richards, of Mack Hill Farm, breeder and owner of a large preservation flock of the landrace, had started a Facebook group for all of us Viking Chicken enthusiasts to gather, network and share photos of our birds. We would comment on each other's beautiful chickens while we enjoyed our morning coffee and by 2013 we numbered a little over 200 members

Upon the publishing of Harvey Ussery's 2014 article on Icelandic Landrace Chickens in the October issue of 'Mother Earth News' our little group of around 200 grew to well over 2000 in just a few months, as readers learned of this new landrace chicken from Iceland. We were quite overwhelmed. It became clear that we needed to quickly organize further so a small group of us long time breeders, founding members and importers put together a mission statement for our group, FAQ (frequently asked questions), Breeder Directory, and Guidelines. We started a mentoring Facebook group for new breeders of the landrace in an effort to preserve, provide resources, educate and ensure pure, quality chickens from the landrace were made available to those interested in starting flocks.

The main problem with all of the new interest in the landrace was a shortage of breeders and birds. Frustrations grew and became apparent as people looking for chicks had difficulty locating them. They were still quite rare with few flocks numbering more than 25 birds to supply the now hundreds of people looking to start flocks of their own. In retrospect, it's ironic that for years we could barely give our chickens away. People didn't know what to make of the small rangy chickens that laid medium white eggs and looked like a backyard mix. We used to give them to our customers who purchased sheep from us. We had spent 8 years breeding, collecting genetics, growing our flock and we, along with a few other longtime breeders and importers, stepped up to help supply the growing number of people trying to obtain these Viking Chickens. I think much of the interest in the landrace has been driven by their 'look' of the different color and pattern combinations, the fact that they're feed efficient, and they still retain their natural instincts. I also believe their 1000+ year history captivates the imaginations of others. They have proven to be very adaptable with flocks existing and thriving in a wide range of climates and management styles all over North America.

I'm an avid photographer and take hundreds of photos of my chickens, often posting them on our farm's Facebook pages which generated a lot of the interest in our birds. The color variety we have along with the genetic diversity we've put together has attracted the attention of dozens of people interested in our hatching eggs and chicks. Were it not for the mentoring by Lyle, Sigrid, and Vala and how graciously they shared their beloved Viking Chickens, our flock would not be possible. When we acquired our first Icelandic Chickens from Lyle, now 10 years ago, the landrace, estimated to have numbered just a little over 3000, has now increased in numbers by the thousands. In 2015 we alone hatched well over 1900 chicks and in 2016 are set to hatch and ship over 4000 chicks across the country. These numbers do not even include the dozens of hatching eggs we've shipped to nearly every State in the U.S. I'd say they are well on their way to having their future secured.

We currently maintain 4 flocks numbering 25-40 individuals each, based on all 4 of the 'lines' (as we refer to them in the U.S.), or imports, and allow them to free-range for much of the year as one large flock. They are protected and guarded from predators by our livestock guardian dog, Freyja, and our Icelandic sheepdog, Finn. Contrary to how it may appear, we are not a hatchery. We're simply doing our part to preserve and share this genetic treasure of eclectic looking chickens that we gain so much pleasure from. We happened to be in a position and had the resources and time to devote to their preservation. One of my great joys is putting together colorful boxes of chicks for new flock owners, the likes of which were not even imaginable just a few years ago. Now, if I only had the time to paint them.

 

David Grote

26.09.2016

Haustsýning landnámshænunnar 2016

Haustsýning ERL á landnámshænunni sem fram fór í Gróðrastöðinni Storð í gær 25. september fór vel fram. Veður var ótrúlega gott miðað við að töluvert er liðið á haustið. Sýningin fór fram utandyra enda veðurguðirnir okkur hliðhollir en ekki kom dropi úr lofti meðan á sýningunni stóð.

 

Gestum sem komu að skoða og félagsmönnum sem komu með fugla til sýningar eru færðar bestu þakkir fyrir komuna og skemmtilegt og ánægjulegt spjall. Hjónunum Vernharði Gunnarssyni og Björgu Árnadóttur eigendum Gróðrastöðvarinnar storð eru færðar bestu þakkir fyrir góðar móttökur, hjálpsemi og góða aðstöðu.

Með kveðju, stjórn ERL

 

12.09.2016

Sýning á landnámshænunni - haust 2016

Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna tilkynnir sýningu!

ATH breytt staðsetning!

ERL mun halda sýningu á landnámshænunni í Gróðrastöðinni Storð, Dalvegi 30 í Kópavogi þann 25. September næstkomandi frá klukkan 13:00-16:00.

Öllum félögum er velkomið að koma með fugla úr sinni ræktun og sýna, standist þeir útlitsstaðal félagsins. Einnig eru allir velkomnir að koma og skoða.

Stjórn ERL hvetur þá sem hafa áhuga á að sýna fugla að hafa samband við Valgerði Auðunsdóttur gjaldkera félagsins, í síma 896-5736. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum hnappinn "PÓSTUR/MAIL" á heimasíðu félagsins.

* Sýningin átti að vera þann 25. Sept. í Húsdýragarðinum í Reykjavík en því miður þurftum við að færa sýninguna og verður hún sem áður segir í Gróðrastöðinni Storð í Kópavogi. Endilega látið orðið berast.

Með kveðju, Stjórn ERL

03.09.2016

Tímaritið Landnámshænan komið út!

Ágætu félagsmenn.

Nú hefur árlegt tölublað af Landnámshænunni litið dagsins ljós árið 2016 og hefur það verið sent félagsmönnum í pósti. Blaðinu verður svo dreift á næstu dögum og vikum þar sem það verður látið liggja frammi hjá t.d. fóðurfyrirtækjum og fleiri stöðum.

Ef einhverjir félagsmenn hafa ekki fengið blaðið í pósti innan fárra daga en hafa greitt árgjald félagsins fyrir árið 2016 eru þeir sömu beðnir um að hafa samband við einhvern í stjórn félagsins í gegnum síma eða í gegnum póstform heimasíðunnar. Blaðið fór í póst þann 2. september.

Það er von stjórnar að blaðið veiti félagsmönnum og öðru áhugafólki um landnámshænunna ánægju :)

Með kveðju, Stjórn ERL

03.09.2016

Landnámshænan á Hvanneyrarhátið

Þann 9. Júlí síðastliðinn fór fram hátíð heimamanna á Hvanneyri í Borgarfirði, Hvanneyrarhátíð. Heimamenn bjóða gestum og gangandi að taka þátt í ýmsum uppákomum. Þar á meðal var Landbúnaðarsafn Íslands opið og Erfðalindasetur landbúnaðarháskóla Íslands var með íslenskt búfé til sýnis. Þar mátti sjá íslenska kú með kálf, geitur, forystusauð og ekki síst nokkrar landnámshænur á vegum Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna.

25.06.2016

Störf stjórnar

Stjórn félagsins hefur fundað um nokkur atriði, meðal annars sýningarhald, tímaritið Landnámshænuna og námskeiðahald.

Ráðgert er að halda sýningu á vegum félagsins í ágúst næstkomandi í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Dagsetning verður auglýst þegar nær dregur. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í sýningunni. Skráningarfyrirkomulag og skráning sýningarfugla og önnur mikilvæg atriði verður imprað á þegar nákvæmari auglýsing byrtist.

Þá að árlegu blaði félagsins, Landnámshænan. Blaðið lítur vonandi dagsins ljós seinna í sumar en söfnun efnis og skrif greina standa nú yfir. Í því samhengi er tilefni til að óska eftir skemmtilegum ljósmyndum úr fórum félagsmanna af landnámshænunni sem mætti nota til myndskreytinga í blaðinu. Myndir mættu gjarnan sendast á Magnús Ingimarsson ritara félagsins á netfangið: m.ingimars@gmail.com og þyrftu helst að berast fyrir 5. júlí nk.

Fundargerðir hafa nú fengið sess á heimasíðunni undir flipanum "Félagið" en þar mun verða hægt að nálgast fundargerðir aðalfunda og stjórnarfunda á PDF-formi. Nú þegar hafa verið birtar fundargerðir aðalfunda árin 2014 og 2015. Það er vilji stjórnar að birta þetta en hingað til hafa fundargerðir verið ritaðar í fundargerðarbók og eru því ekki til á rafrænu formi, tekur þetta því tíma (enda ekki forgangsatriði meðan sýningar og blaðaskrif eru á efst á baugi).

Allar ábendingar eru einnig vel þegnar. Hvort sem það lýtur að blaðinu, sýningum eða öðru.

Knúið áfram af einfalt.is